Skólinn er í höfn

Fatimusjóður Jóhönnu Kristjónsdóttur styrkir börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til …
Fatimusjóður Jóhönnu Kristjónsdóttur styrkir börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til að komast í skóla Reuters

Alls söfnuðust 18,2 milljónir króna á glæsimarkaðnum sem haldinn var í Perlunni í dag. Markaðurinn var haldinn til stuðnings uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen. Áætlað er að skólinn kosti um þrjátíu milljónir króna en auk þess sem safnaðist í dag á markaðnum hafa borist um tíu milljónir króna í frjálsum framlögum og því ljóst að bygging skólans er í höfn.

Markaðurinn verður einnig starfræktur í Perlunni á morgun milli klukkan 12 og 17:00.

Allur ágóði af sölunni í dag og á morgun rennur til uppbyggingar skóla fyrir börn og konur í Jemen, fátækasta ríki arabaheimsins. Jóhanna Kristjónsdóttir er driffjöður verkefnisins. Undanfarin þrjú ár hefur Fatimusjóður Jóhönnu styrkt börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til að komast í skóla með árlegu framlagi. Áhugasamir stuðningsforeldrar hafa lagt verkefninu lið frá upphafi og styrkja íslenskar fjölskyldur nú 126 börn til náms.

Reikningsnúmer byggingarsjóðsins er 0512-04-250091 kt. 441004-2220.

Á uppboði sem Bjarni Ármannsson stýrði af miklum myndugleika í dag seldustu munir fyrir um átta milljónir króna. Hæsta verðið fékkst fyrir lampa eftir Ólaf Elíasson sem seldist á 2,1 milljón króna. En harðast var barist um landsliðstreyju Ólafs Stefánssonar, fyrirliða íslenska landsliðsins í handbolta. Fór treyjan á eina milljón króna en hún var árituð af öllum liðsmönnum silfurliðsins frá Ólympíuleikunum í Peking. Var Ólafur í treyjunni í úrslitaleiknum og var hún óþveginn.

ÉG GET varla beðið eftir því að koma heim og …
ÉG GET varla beðið eftir því að koma heim og segja Nouria Nagi, framkvæmdastjóri YERO-miðstöðvarinnar í Jemen sem um nokkurt skeið hefur notið stuðnings styrktarsjóðs félaga í Vináttu- og menningarfélagi Mið-Austurlanda. Sverrir Vilhelmsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert