Skólinn er í höfn

Fatimusjóður Jóhönnu Kristjónsdóttur styrkir börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til …
Fatimusjóður Jóhönnu Kristjónsdóttur styrkir börn í Sanaa, höfuðborg Jemens, til að komast í skóla Reuters

Alls söfnuðust 18,2 millj­ón­ir króna á glæsi­markaðnum sem hald­inn var í Perlunni í dag. Markaður­inn var hald­inn til stuðnings upp­bygg­ing­ar skóla fyr­ir börn og kon­ur í Jemen. Áætlað er að skól­inn kosti um þrjá­tíu millj­ón­ir króna en auk þess sem safnaðist í dag á markaðnum hafa borist um tíu millj­ón­ir króna í frjáls­um fram­lög­um og því ljóst að bygg­ing skól­ans er í höfn.

Markaður­inn verður einnig starf­rækt­ur í Perlunni á morg­un milli klukk­an 12 og 17:00.

All­ur ágóði af söl­unni í dag og á morg­un renn­ur til upp­bygg­ing­ar skóla fyr­ir börn og kon­ur í Jemen, fá­tæk­asta ríki ar­ab­aheims­ins. Jó­hanna Kristjóns­dótt­ir er driffjöður verk­efn­is­ins. Und­an­far­in þrjú ár hef­ur Fatimu­sjóður Jó­hönnu styrkt börn í Sanaa, höfuðborg Jem­ens, til að kom­ast í skóla með ár­legu fram­lagi. Áhuga­sam­ir stuðnings­for­eldr­ar hafa lagt verk­efn­inu lið frá upp­hafi og styrkja ís­lensk­ar fjöl­skyld­ur nú 126 börn til náms.

Reikn­ings­núm­er bygg­ing­ar­sjóðsins er 0512-04-250091 kt. 441004-2220.

Á upp­boði sem Bjarni Ármanns­son stýrði af mikl­um mynd­ug­leika í dag seld­ustu mun­ir fyr­ir um átta millj­ón­ir króna. Hæsta verðið fékkst fyr­ir lampa eft­ir Ólaf Elías­son sem seld­ist á 2,1 millj­ón króna. En harðast var bar­ist um landsliðstreyju Ólafs Stef­áns­son­ar, fyr­irliða ís­lenska landsliðsins í hand­bolta. Fór treyj­an á eina millj­ón króna en hún var árituð af öll­um liðsmönn­um silf­urliðsins frá Ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing. Var Ólaf­ur í treyj­unni í úr­slita­leikn­um og var hún óþveg­inn.

ÉG GET varla beðið eftir því að koma heim og …
ÉG GET varla beðið eft­ir því að koma heim og segja Nouria Nagi, fram­kvæmda­stjóri YERO-miðstöðvar­inn­ar í Jemen sem um nokk­urt skeið hef­ur notið stuðnings styrkt­ar­sjóðs fé­laga í Vináttu- og menn­ing­ar­fé­lagi Mið-Aust­ur­landa. Sverr­ir Vil­helms­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert