Stuðningsmaraþon í Borgarfirði

Frá maraþoninu í Borgarfirði í dag
Frá maraþoninu í Borgarfirði í dag mbl.is/Davíð Pétursson

Frá því klukkan sex í morgun hafa níu ungmenni í Borgarfirði, sem hafa notið þjálfunar Sverris Heiðars Júlíussonar og foreldrar þeirra, staðið fyrir áheita- og styrktarmaraþoni í körfubolta í Íþróttahöllinni á Hvanneyri.  Maraþonið er til stuðnings Sverris Heiðars þjálfara þeirra og vinar  sem hefur glímt við þrálátt krabbamein í blöðruhálskirtli og beinum í eitt ár. 

Maraþonið er þannig sett upp að ungmenni skipta liði en utanaðkomandi koma með áskorendalið sem spilar í 15 mínútur og styrkir þar með maraþonið um lágmarksgjald kr. 3000,-   Öll áheit og stuðningur mun ganga óskiptur til Sverris inn á  reikning: 1103-26-9090, kt. 010567-3949.

Ungmennin verða að til miðnættis í kvöld og verð þá búinn að leika körfubolta í 18 klukkustundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert