Stuðningsmaraþon í Borgarfirði

Frá maraþoninu í Borgarfirði í dag
Frá maraþoninu í Borgarfirði í dag mbl.is/Davíð Pétursson

Frá því klukk­an sex í morg­un hafa níu ung­menni í Borg­ar­f­irði, sem hafa notið þjálf­un­ar Sverr­is Heiðars Júlí­us­son­ar og for­eldr­ar þeirra, staðið fyr­ir áheita- og styrkt­arm­araþoni í körfu­bolta í Íþrótta­höll­inni á Hvann­eyri.  Maraþonið er til stuðnings Sverr­is Heiðars þjálf­ara þeirra og vin­ar  sem hef­ur glímt við þrálátt krabba­mein í blöðru­hálskirtli og bein­um í eitt ár. 

Maraþonið er þannig sett upp að ung­menni skipta liði en ut­anaðkom­andi koma með áskor­endalið sem spil­ar í 15 mín­út­ur og styrk­ir þar með maraþonið um lág­marks­gjald kr. 3000,-   Öll áheit og stuðning­ur mun ganga óskipt­ur til Sverr­is inn á  reikn­ing: 1103-26-9090, kt. 010567-3949.

Ung­menn­in verða að til miðnætt­is í kvöld og verð þá bú­inn að leika körfu­bolta í 18 klukku­stund­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka