Styttri bið eftir hjartaþræðingum

Hjartaaðgerð
Hjartaaðgerð mbl.is/Golli

Aukn­ar fjár­veit­ing­ar og vænt­an­leg ný rann­sókn­ar­stofa eru að breyta lands­lag­inu í hjartaþræðing­um á Land­spít­al­an­um. Um 200 manns voru á biðlista fyr­ir rúmu ári og lengd­ist biðlist­inn þegar líða tók á árið. Þegar mest var biðu um 250 manns eft­ir hjartaþræðingu. Sá listi hef­ur styst mikið á und­an­förn­um mánuðum og kem­ur til með að stytt­ast enn frek­ar á þeim kom­andi.

„Okk­ur hef­ur tek­ist að setja í þetta kraft. Það voru sett­ir svo litl­ir fjár­mun­ir í að vinna leng­ur á dag­inn og meira um helg­ar en einnig til að taka bráðatil­vik­in hraðar í gegn. Það hef­ur gert okk­ur kleift að kalla fleiri inn og nú er um við kom­in niður í um 170 sjúk­linga á biðlista,“ seg­ir Guðmund­ur Þor­geirs­son, sviðsstjóri lækn­inga á lyflækn­inga­sviði.

Af­köst­in hafa auk­ist veru­lega á und­an­förn­um mánuðum og enn er út­lit fyr­ir að hægt sé að gera bet­ur. „Við erum með tvær rann­sókn­ar­stof­ur og það hef­ur verið einn flösku­háls. Nú er verið að setja upp þriðju rann­sókn­ar­stof­una. Búið er að kaupa tæk­in og verið að breyta hús­næðinu.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka