Treyja Ólafs fór á milljón

AP

Árituð treyja Ólafs Stefánssonar landsliðsmanns í handknattleik seldist á eina milljón á uppboði í dag. Uppboðið fór fram í Perlunni til styrktar fátækum börnum og konum í Jemen. Ólafur klæddist umræddri treyju í úrslitaleiknum á Ólympíuleikunum í Peking.

Fyrsta boð í treyjuna var áttatíu þúsund, en hægt var að senda inn tilboð með sms, en þegar uppboðið hófst í Perlunni var búið að bjóða 300 þúsund í treyjuna. Á um tíu mínútum fóru boðin í milljón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert