Uppsagnir hjá N1

Um tíu starfsmönnum verslunar- og þjónustufyrirtækisins N1 var afhent uppsagnarbréf í gær. Forstjóri fyrirtækisins gat ekki gefið nákvæmar tölur í gærkvöldi, en sagði fyrirtækið vera að stilla sig af fyrir veturinn. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um frekari uppsagnir á næstunni.

Starfsmönnum vítt og breitt innan fyrirtækisins var sagt upp, s.s. á skrifstofu, bensínstöðvum og í varahlutaverslunum. „Þetta eru engin stórtíðindi, á þessum árstíma er margt fólk að fara frá okkur í skóla og aðrir að koma inn. Það er eitthvað verið að draga saman seglin og stilla sig af fyrir veturinn,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert