Betur fór en á horfðist þegar hóferðabíll fullur af fólki lenti úti í kanti á veginum að Hítardal í gærmorgun. Vefurinn Skessuhorn hefur eftir Finniboga Leifssyni bónda að mjög tæpt hafi staðið að rútan ylti. Því hafi munað, að farþegar hafi brugðist skjótt við beiðni bílstjórans að fara út að þeirri hlið rútunnar sem fjær var kantinum.
Á Skessuhorni segir ennfremur að rútan hafi verið ein af þremur sem voru á ferð með félaga í stéttarfélaginu Eflingu.