Kærum fjölgar, dómum ekki

Margt hefur breyst til batnaðar í meðferð nauðgunarmála hér á landi, að mati Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, og Guðrúnar Jónsdóttur, talskonu Stígamóta. Þau telja þó bæði að ferli nauðgunarmála beri þess vott að staða kynjanna sé ekki jöfn.

Guðrún bendir á að undanfarið hafi kærum fjölgað hratt en dómum hafi ekki fjölgað að sama skapi.

Ísland er aðili að alþjóðasamningi um afnám allrar mismununar gagnvart konum. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir ýmis atriði, m.a. að dómar fyrir kynferðisbrot séu of vægir hér á landi. Þá sé misræmi milli fjölda kynferðisbrotamála sem tekin eru til rannsóknar og fjölda mála sem leiða til ákæru og dóms.

Í fyrra bárust 36 mál til ríkissaksóknara og sakfellt var í 8 málum. Þá leituðu 277 einstaklingar aðstoðar hjá Stígamótum vegna brota sem framin voru á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert