Kærum fjölgar, dómum ekki

Margt hef­ur breyst til batnaðar í meðferð nauðgun­ar­mála hér á landi, að mati Björg­vins Björg­vins­son­ar, yf­ir­manns kyn­ferðis­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar, og Guðrún­ar Jóns­dótt­ur, talskonu Stíga­móta. Þau telja þó bæði að ferli nauðgun­ar­mála beri þess vott að staða kynj­anna sé ekki jöfn.

Guðrún bend­ir á að und­an­farið hafi kær­um fjölgað hratt en dóm­um hafi ekki fjölgað að sama skapi.

Ísland er aðili að alþjóðasamn­ingi um af­nám allr­ar mis­mun­un­ar gagn­vart kon­um. Nefnd á veg­um Sam­einuðu þjóðanna hef­ur gagn­rýnt ís­lensk stjórn­völd fyr­ir ýmis atriði, m.a. að dóm­ar fyr­ir kyn­ferðis­brot séu of væg­ir hér á landi. Þá sé mis­ræmi milli fjölda kyn­ferðis­brota­mála sem tek­in eru til rann­sókn­ar og fjölda mála sem leiða til ákæru og dóms.

Í fyrra bár­ust 36 mál til rík­is­sak­sókn­ara og sak­fellt var í 8 mál­um. Þá leituðu 277 ein­stak­ling­ar aðstoðar hjá Stíga­mót­um vegna brota sem fram­in voru á ár­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka