Ljósmæður svartsýnar

Þorkell Þorkelsson

Samningafundur ljósmæðra og ríkisins sem fram fór í dag skilaði engum árangri, og eru ljósmæður svartsýnar á að lausn finnist á kjaradeilu sinni við ríkið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tvö á morgun.

„Við höfum ekki orðið vör við neina viðleitni af hálfu ríkisins til að leysa þetta mál, og það eru okkur mikil vonbrigði,“ sagði Guðlauga Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, nú síðdegis.

Verði ekki samið hefjast verkfallsaðgerðir ljósmæðra á fimmtudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert