Allir nemar fái frítt í strætó

Allir í strætó
Allir í strætó Mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Flokksráð Vinstri grænna hvetur sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins til að gæta jafnrænis og mismuna ekki nemum eftir búsetu. Allir nemar eigi að fá frítt í strætó.

Í yfirlýsingu frá VG kemur fram að á flokksráðsfundi Vinstri grænna nú um helgina hafi verið ályktað um þá staðreynd að fyrirhugað er að mismuna nemendum eftir lögheimili að því er varðar réttinn til að fá frítt í strætó.

Ályktunin er svohljóðandi:

Flokksráð Vinstri grænna beinir því til sveitarfélaganna á höfuðborginu að gæta jafnræðis og veita öllum námsmönnum frítt í strætó þó þeir hafi lögheimili í öðrum sveitarfélögum.

Markmiðið með því að hafa frítt í strætó fyrir framhalds- og háskólanema er að draga úr bílaumferð á götunum og fjölga tryggum notendum strætó.

Tilraunin hefur gefist afar vel nú þegar og ljóst að um farþegum hefur þegar fjölgað af þessum sökum.

Jafnframt má benda á þá staðreynd að í Reykjavík eru helstu háskólar landsins og fjöldi framhaldsskóla sem nemendur sækja hvaðanæva að.

Þarna er um höfuðborgarhlutverk Reykjavíkur að ræða sem henni ber að rækja af myndarskap gagnvart öllum íbúum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert