Dýrasta húsið kostar 180 milljónir

mbl.is

Að meðaltali eru húsin 22 363 fermetrar að stærð, meðalfermetraverð 369 þúsund krónur.

„Ég myndi ekki segja að framboð af dýrum eignum hefði minnkað mikið. Hins vegar gengur verr að selja þessar eignir við núverandi aðstæður. Þegar tilboð berast í dýrari eignir er algengast að verið sé að setja ódýrari eignir upp í,“ segir Jón Rafn.

Bárður Tryggvason hjá Valhöll fasteignasölu segir dýrari eignir vissulega lengur á sölu. Það séu einfaldlega færri milljarðamæringar um eignirnar en áður þegar fjölmargar fjölskyldur áttu nóg af peningum, meðal annars vegna velgengni fjármálafyrirtækja. Nú sé erfiðara að fjármagna öll kaup.

„Nei, ég hef ekki fundið fyrir því að fólk sé að minnka við sig eignir aftur,“ segir Bárður aðspurður hvort þrengingarnar hafi orðið til þess að einhverjir neyðist til að selja. Oft fari það þó leynt því enginn vilji ýta undir kjaftagang.

Halldór Jensson hjá fasteignasölunni Domus tekur undir að hægt hafi verulega á sölu dýrari eigna. Það eigi ekki bara við um hús sem kosti 100 milljónir eða meira. Salan á eignum sem kosti 70 til 80 milljónir gangi einnig treglega. Hann hafi fundið fyrir þessu síðastliðna átta mánuði.

Allir segja þeir þó að alltaf seljist þessar eignir þótt það taki lengri tíma. Margir kaupendur séu líka á hliðarlínunni, fólk með peninga, og bíði eftir að verð lækki meira.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert