Eftirlit með veiðimönnum úr lofti

Lögreglan á Seyðisfirði fór um helgina eftirlitsferð í  þyrlu Landshelgisgæslunnar, TF-Eir. Eftirlitinu var fyrst og fremst beint að gæsa- og hreindýraveiðimönnum sem og hugsanlegum utanvegaakstri.

Um var að ræða ræða samstarfsverkefni embættis lögreglustjórans á Seyðisfirði og Landhelgisgæslunnar með aðkomu ríkislögreglustjóraembættisins. Segir lögreglan að allt hafi reynst í góðu lagi nokkuð var um hálendis umferð í umdæminu og ekki varð annað séð en veiði- og ökumenn færu að reglum í hvívetna.

Eftirlitið var framkvæmt að höfðu samráði við starfsmann Hreindýraráðs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert