Ákveðið hefur verið að Ísland taki þátt í Bókastefnunni í Gautaborg dagana 25. til 28. september en framlagið verður talsvert smærra í sniðum en áður. Stjórn Bókmenntasjóðs ákvað að styrkja verkefnið ekki í ár, eins og forveri hans, Bókmenntakynningasjóður, gerði jafnan.
Í fyrra fóru fjórir höfundar til Gautaborgar að kynna verk sín, en í ár aðeins einn, það er Halldór Guðmundsson með ævisögu sína um Halldór Laxness í sænskri þýðingu.
Anna segir bókastefnuna hafa mikla þýðingu fyrir íslenskar bækur á Norðurlöndum. „Það hafa aukist ótrúlega mikið þýðingar á íslenskum bókum á norræn mál og það hafa margir íslenskir höfundar komið fram þarna og eftir það fengið gefnar út eftir sig bækur á sænsku og fleiri Norðurlandamálum. Þetta hefur bæði aukið þekkingu og útgáfu á íslenskum bókmenntum á Norðurlöndum.“