Hægt að fylgjast með fundum fastanefnda

Alþingishúsið.
Alþingishúsið. mbl.is/Þorkell

Almenningi, fjölmiðlum og hagsmunaaðilum verður heimilt að fylgjast með opnum fundum fastanefnda Alþingis í vetur. Þingnefndirnar ákveða sjálfar hvaða fundir verða opnir. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, segir að um sé að ræða sögulega breytingu á störfum þingsins. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Öllum fastanefndum Alþingis verður heimilt að halda opna fundi ýmist um þingmál sem vísað er til nefnda eða um mál sem nefndir taka upp af eigin frumkvæði. Nefnd getur kallað ráðherra, forstöðumenn ríkisstofnana og fulltrúa hagsmunaaðila á sinn fund til að veita upplýsingar.

Fundirnir verða opnir almenningi og fjölmiðlum, sem mega senda beint út frá fundunum. Fyrstu opnu fundirnir verða haldnir í byrjun næsta þings, í byrjun október, segir Sturla. Það verður síðan á valdi hverrar nefndar fyrir sig að ákveða hvort og hvenær haldnir verða opnir fundir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert