Tveir svartir svanir heimsækja landið árlega

Tveir svartir svanir koma á hverju ári hingað til lands
Tveir svartir svanir koma á hverju ári hingað til lands mbl.is

„Þeir hafa verið þarna af og til á und­an­förn­um árum,“ seg­ir Jó­hann Óli Hilm­ars­son, fugla­fræðing­ur á Stokks­eyri, um tvo svarta svani sem sáust ný­verið í Lóni í Aust­ur-Skafta­fells­sýslu. Svart­ir svan­ir eru sann­ar­lega óal­geng­ir hér á landi og halda sig frem­ur á heima­slóðum, á suður­hveli jarðar. Telja má víst að þeir komi ásamt öðrum frá Bretlandi.

„Upp­runi þeirra er í Ástr­al­íu en þeir hafa verið flutt­ir til Bret­lands og lagst þar út. Þetta eru því fugl­ar sem koma með álftun­um til vetr­ar­setu. Lónið er nátt­úr­lega einn stærsti álft­astaður í heimi og þar eru mörg þúsund álft­ir síðsum­ars. Þess­ir svörtu svan­ir halda til þar og fara svo vænt­an­lega út aft­ur með öðrum,“ seg­ir Jó­hann Óli og tek­ur fram að fleiri svart­ir svan­ir hafi sést á sama stað. Þó ekki fleiri en þrír.

Fleiri fram­andi fugla­teg­und­ir sækja landið heim reglu­lega og oft má rekja þess­ar heim­sókn­ir til veðurfars­breyt­inga. „Barrf­ink­ur hafa komið til lands­ins í stór­um stíl og eru víða um land. Þá hafa dverg­máf­ar sést í Mý­vatns­sveit, fjall­kjó­ar í Bárðar­dal, eyrugl­ur í Gríms­nesi og snæ­ugl­ur komu upp ung­um á Aust­fjörðum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert