Varað við busavígslum

Busavígslur geta verið niðurlægjandi og ofbeldisfullar, segir Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna sem hefur skrifað bréf og  varað skólastjórnendur, kennara og nemendur við því að láta slíkar vígslur fara úr böndunum.  

Hún segir ennfremur dæmi um að busavígslur marki upphafið af áralöngu einelti.  Á hverju ári berast embættinu erindi eða ábendingar þess efnis að ekki sé gætt hófs við móttöku nýnema í framhaldsskóla.   

Nýnemar voru busaðir í Menntaskólanum í Kópavogi í morgun en þar hefur markvisst verið unnið að því að milda athöfnina undanfarin ár. Nemendur sem fréttastofa ræddi við voru ekki alveg með tilgang vígslunnar á hreinu en virtust skemmta sér bærilega þótt sumir böðlarnir tækju hlutverk sitt full alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert