Vilji ljósmæðra að semja

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Ljós­mæður sjá nú fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verk­fallsaðgerðir eru. Vilji ljós­mæðra er eft­ir sem áður að semja sem fyrst, seg­ir í álykt­un sem samþykkt var á fé­lags­fundi Ljós­mæðrafé­lags Íslands í kvöld.

Álykt­un fund­ar­ins er svohljóðandi:

„Ljós­mæður í Ljós­mæðrafé­lagi Íslands harma þá stöðu sem upp er kom­in í samn­ingaviðræðum fé­lags­ins við samn­inga­nefnd rík­is­ins. Ljós­mæður sjá nú fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verk­fallsaðgerðir eru. Vilji ljós­mæðra er eft­ir sem áður að semja sem fyrst. Kröf­ur ljós­mæðra eru síður en svo nýj­ar af nál­inni en þeim hef­ur verið haldið á lofti síðustu 10 árin. Launa­leiðrétt­ing stétt­inni til handa er löngu tíma­bær og kröf­ur ljós­mæðra rétt­mæt­ar í ljósi mennt­un­ar og ábyrgðar í starfi. Ljós­mæður krefjast þess að störf þeirra verði met­in til jafns á við störf annarra stétta hjá rík­inu með sam­bæri­lega mennt­un. Ljós­mæður lýsa fullri ábyrgð á hend­ur rík­is­stjórn Íslands og skora á hana að koma í veg fyr­ir að þjón­usta við barns­haf­andi kon­ur og fjöl­skyld­ur þeirra skerðist."

Í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að álykt­un­in hafi verið samþykkt með dynj­andi lófa­taki um 90 ljós­mæðra er sóttu fund­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert