Vilji ljósmæðra að semja

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Ljósmæður sjá nú fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru. Vilji ljósmæðra er eftir sem áður að semja sem fyrst, segir í ályktun sem samþykkt var á félagsfundi Ljósmæðrafélags Íslands í kvöld.

Ályktun fundarins er svohljóðandi:

„Ljósmæður í Ljósmæðrafélagi Íslands harma þá stöðu sem upp er komin í samningaviðræðum félagsins við samninganefnd ríkisins. Ljósmæður sjá nú fram á að þurfa að beita þeim neyðarrétti sem verkfallsaðgerðir eru. Vilji ljósmæðra er eftir sem áður að semja sem fyrst. Kröfur ljósmæðra eru síður en svo nýjar af nálinni en þeim hefur verið haldið á lofti síðustu 10 árin. Launaleiðrétting stéttinni til handa er löngu tímabær og kröfur ljósmæðra réttmætar í ljósi menntunar og ábyrgðar í starfi. Ljósmæður krefjast þess að störf þeirra verði metin til jafns á við störf annarra stétta hjá ríkinu með sambærilega menntun. Ljósmæður lýsa fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórn Íslands og skora á hana að koma í veg fyrir að þjónusta við barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra skerðist."

Í tilkynningu frá félaginu segir að ályktunin hafi verið samþykkt með dynjandi lófataki um 90 ljósmæðra er sóttu fundinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert