30 milljarða króna lán

Verið er að ganga frá nýju gjald­eyr­is­láni að að fjár­hæð a.m.k. 250 millj­ón­ir evra, jafn­v­irði rúm­lega 30 millj­arða króna, á kjör­um sem eru mun hag­stæðari en svo­kallað skulda­trygg­ingarálag á rík­is­sjóð gef­ur til kynna. Þetta kom fram hjá Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, þegar hann flutti Alþingi skýrslu um efna­hags­mál í dag.

Geir sagði, að þetta sýndi enn á ný hve skulda­trygg­inga­álög á alþjóðlega fjár­mála­markaðnum geti verið fjarri raun­veru­leik­an­um.

Gjald­eyr­is­forðinn var rúm­lega 100 millj­arðar króna á sam­bæri­legu gengi um mitt ár 2006 en eft­ir að nýja lánið hef­ur verið tekið nem­ur hann jafn­v­irði rúm­lega 500 millj­arða króna og hef­ur því fimm­fald­ast. Sagði Geir að gjald­eyr­is­forðinn væri nú  hlut­falls­lega mun meiri en í flest­um ná­granna­lönd­um ef miðað væri við lands­fram­leiðslu.

„Það er eins og þeir sem nú tala mest um að auka þurfi gjald­eyr­is­forðann séu ekki alltaf með á nót­un­um," sagði Geir.

Fram kom einnig hjá Geir, að sam­ist hefði um að Ísland verði aðili að sam­komu­lagi Evr­ópu­sam­bandsþjóða um viðbrögð við fjár­málakreppu til þess að auka fjár­mála­stöðug­leika á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Geir sagði, að á síðustu mánuðum hefðu mörg og mark­viss skref verið tek­in til að sporna við áhrif­um fjár­málakrepp­unn­ar á ís­lenskt efna­hags­líf. Þær aðgerðir, sem gripið hefði verið til og annað sem væri í at­hug­un, miðuðu í fyrsta lagi að því að draga úr lausa­fjárerfiðleik­um fjár­mála­stofn­ana til skemmri tíma, í öðru lagi að því að auka fjár­mála­leg­an stöðug­leika til fram­búðar og í þriðja lagi að því lang­tíma­mark­miði að skjót­um traust­um stoðum und­ir framtíðar­hag­vöxt og þar með bætt lífs­kjör í land­inu.

„Rík­is­stjórn­in mun gera það sem í henn­ar valdi stend­ur til að taka á vand­an­um til skemmri tíma og auka stöðug­leika í efna­hags­líf­inu til lengri tíma. Fjár­laga­frum­varpið og stefnuræða mín í byrj­un októ­ber munu bera þess merki. Rík­is­stjórn­in hef­ur forðast inni­halds­laus­ar upp­hróp­an­ir sem engu skila og eru síst til þess falln­ar að treysta okk­ar trú­verðug­leika, inn á við sem út á við. Í efna­hags­legu um­róti eru yf­ir­vegaðar aðgerðir mik­il­væg­ari en upp­hróp­an­ir og úr­töl­ur," sagði Geir H. Haar­de.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert