AFL Starfsgreinafélag á Austurlandi mun senda sýslumanni beiðni um að rannsakað verði til hlítar, hvort lög um atvinnuréttindi útlendinga, lög um skyldutryggingar lífeyrisréttinda, lög um slysatryggingar launafólks, lög um aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum, skattalög og önnur þau lög, sem virða þarf við starfsmannahald, séu haldin á veitingastaðnum Cafe Margréti við Breiðdalsvík.
Segir félagið, að ástæður þessarar beiðni séu fullyrðingar vertsins á veitingastaðnum um að starfsmenn AFLs stundi atvinnuróg. Með þessari rannsókn vonist félagið til að það skýrist hver sé með rógburð.
„Það er með öllu ólíðandi að starfsmenn félagsins séu í þeirri stöðu að ráðist sé á þá vegna starfa þeirra fyrir félagið. Árás vertsins í gær hefur kærð til viðeigandi yfirvalda," segir í tilkynningu AFLs.