Draugahús fær andlitslyftingu

 Draugahúsið við Njarðargötu 35 hefur verið málað og fengið örlitla andlitslyftingu þótt enn skorti á að útlit hússins sé í samræmi við húsin í nágrenninu.

Verktaki  í Reykjavík keypti húsið af aldraðri konu 1991 og var það þá í ágætu ástandi miðað við aldur. Enginn flutti þar inn og ekkert var aðhafst í húsinu. Lögreglan kvartaði yfir því að væri að hruni komið í ágúst 1996. Ekki var brugðist við þeirri kvörtun og gömlu gluggatjöldin voru enn í henglum fyrir gluggunum í júlí.

Eftir að MBl Sjónvarp greindi frá málinu, gekk byggingafulltrúi í málið og gerði verktakanum að taka til hendinni eða greiða annars fimmtíu þúsund krónur í dagsektir. Alls fær hann frá þrjátíu og upp í níutíu og fimm daga frest, frá og með fyrsta júlí, til að ljúka nauðsynlegum endurbótum sem eru í sex liðum. Eitthvað örlítið hefur verið hróflað við Bjarghúsi við Nönnugötu sem er í eigu sama verktaka og hefur verið í niðurníðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert