Eðlileg starfsemi á fæðingadeild Landspítala

Mönnun á fæðingadeild Landspítala verður með eðlilegum hætti að sögn …
Mönnun á fæðingadeild Landspítala verður með eðlilegum hætti að sögn heilbrigðisráðuneytis. mbl.is/Árni Torfason

Heil­brigðisráðuneytið seg­ir, að mönn­un á fæðinga- og sæng­ur­legu­deild Land­spít­ala verði með eðli­leg­um hætti komi til verk­fallsaðgerða ljós­mæðra og neyðarþjón­usta veitt í heima­byggð svo sem lög kveða á um. Heil­brigðis­stofn­an­ir hafa lýst því yfir að þær muni sækja um und­anþágu fyr­ir ljós­mæður á fæðing­ar­deild.

Ráðuneytið seg­ir, að þetta sé sam­kvæmt áætl­un Land­spít­ala og annarra heil­brigðis­stofn­ana, sem gerðar hafi verið vegna boðaðra aðgerða ljós­mæðra í kjara­deilu þeirra við ríkið. Áætl­un Land­spít­ala og heil­brigðis­stofn­ana miðast við að fæðing­ar­hjálp sé sinnt í heima­byggð í sam­ræmi við neyðaráætlan­ir og lög.

Haft er eft­ir Guðlaugi Þór Þórðar­syni, heil­brigðisráðherra, að hann sé ekki úrkula von­ar um að samn­inga­nefnd­um deiluaðilja tak­ist það ætl­un­ar­verk sitt að ná samn­ing­um, og að mik­il­vægt sé fyr­ir all­ar stofn­an­ir að tryggja neyðarþjón­ustu vegna fæðing­ar­hjálp­ar í heima­byggð.

Bæði heil­brigðis­stofn­an­irn­ar á Suður­nesj­um og Suður­landi hafa boðað að  sótt verði um  und­anþágu fyr­ir ljós­mæður á fæðing­ar­deild áður en verk­fall skell­ur á 4. og 5. sept­em­ber nk. þannig að hægt væri að veita lág­marksþjón­ustu  í sam­ræmi við ákvæði um verk­föll í lög­um um kjara­samn­inga op­in­berra starfs­manna.

Þá mun land­lækn­ir fylgj­ast með hinum fag­legu þátt­um komi til aðgerðanna en embætti hans hef­ur verið í nánu sam­bandi við stofn­an­ir á und­an­förn­um vik­um og dög­um svo og fag­fé­lag ljós­mæðra. Embættið mun fá af­rit af neyðaráætl­un­um stofn­ana. Það mun einnig fylgj­ast með fram­gangi verk­falls­ins eft­ir að það hefst, m.a. með heim­sókn­um.

Að sögn land­lækn­is hef­ur komið skýrt fram í sam­ræðum við stjórn Ljós­mæðrafé­lags­ins að ljós­mæður gera sér mjög vel grein fyr­ir ábyrgð sinni og muni sinna neyðar­til­vik­um.






mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka