Bankarnir þurfa að hætta að skerða starfsfé sitt með óhóflegum bónus- og arðgreiðslum. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi áðan. Hún sagði vanda bankanna þó fyrst og fremst vera vegna skorts á lánsfé en að ekki væri um eiginfjárvanda að ræða.
Ingibjörg Sólrún sagði, að það væri ekki skollið á efnahagslegt óveður enn á Íslandi þótt ýmsir váboðar sæjust. Búast mætti við auknu atvinnuleysi á næstunni og fjölgun gjaldþrota.
Ingibjörg Sólrún sagði, að verkefnið
framundan væri þríþætt: lausafjárvandi bankanna, há verðbólga og
verðbólguvæntingar og tryggja efnahagslegan stöðugleika og langtíma
hagvöxt.