Ekki meiri bankabónus

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. mbl.is/Ingibjörg Sólrún

Bank­arn­ir þurfa að hætta að skerða starfs­fé sitt með óhóf­leg­um bón­us- og arðgreiðslum. Þetta sagði Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á Alþingi áðan. Hún sagði vanda bank­anna þó fyrst og fremst vera vegna skorts á láns­fé en að ekki væri um eig­in­fjár­vanda að ræða.

Ingi­björg Sól­rún sagði, að það væri ekki skollið á efna­hags­legt óveður enn á Íslandi þótt ýms­ir váboðar sæj­ust. Bú­ast mætti við auknu at­vinnu­leysi á næst­unni og fjölg­un gjaldþrota.

Ingi­björg Sól­rún sagði, að verk­efnið framund­an væri þríþætt: lausa­fjár­vandi bank­anna, há verðbólga og verðbólgu­vænt­ing­ar og tryggja efna­hags­leg­an stöðug­leika og lang­tíma hag­vöxt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert