Fékk styrk til að leysa út vélarnar

Ástþór Skúlason.
Ástþór Skúlason. mbl.is

Ólaf­ur Magnús­son, for­stjóri Mjólku, hef­ur ákveðið að styrkja Ástþór Skúla­son, lamaðan bónda á Barðaströnd, þannig að hann geti leyst út sér­út­búnu land­búnaðar­vél­arn­ar sem hann var svipt­ur nú í ág­úst vegna van­skila. Ólaf­ur greiddi í gær 1.100 þúsund krón­ur inn á reikn­ing Ástþórs.

„Sauðfjár­bú­skap­ur er nógu erfiður fyr­ir bænd­ur sem eru á tveim­ur jafn­fljót­um, hvað þá fyr­ir bænd­ur sem eiga við fötl­un að stríða eins og Ástþór. Við þekkj­um það af eig­in raun að lífs­bar­átt­an er stund­um hörð og það er erfitt að skulda. Við höf­um átt því láni að fagna að njóta vel­vild­ar lán­ar­drottna og birgja við upp­bygg­ingu á okk­ar fyr­ir­tæki og höf­um því fulla samúð með Ástþóri,“ seg­ir Ólaf­ur sem rann til rifja að lesa um erfiðleika Ástþórs í 24 stund­um síðastliðinn laug­ar­dag, eins og fjöl­mörg­um öðrum les­end­um.

Þakk­lát­ur öll­um fyr­ir stuðning

Ástþór, sem er afar þakk­lát­ur fyr­ir fjár­hags­stuðning Ólafs og annarra sem lýst hafa yfir vilja til að styrkja hann, tók það fram að þar sem fyr­ir­tækið væri skráður meðeig­andi að vél­un­um hefði það verið í full­um rétti til að sækja þær hvenær sem væri vegna van­skil­anna.

Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku.
Ólaf­ur Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Mjólku. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert