Fengu þrjú börn á einu bretti

Ingólfur og Svanborg með börnin sex.
Ingólfur og Svanborg með börnin sex. mbl.is/Ómar

Hrafnkatla, 12 ára, Björgúlfur, 4 ára, og Kolfinna, 8 ára, eignuðust 1. júlí síðastliðinn tvo bræður og eina systur á einu bretti sem eiginlega áttu ekki að koma í heiminn fyrr en 4. september.

Foreldrarnir, Svanborg Þráinsdóttir og Ingólfur Jónsson, með Þórodd, Bjarnheiði og Þorkel í fanginu, hefðu ekki orðið undrandi þótt von hefði verið á tvíburum þar sem tvíburafæðingar eru í ætt móðurinnar. Þau óraði ekki fyrir því að börnin gætu orðið þrjú.

„Ég held að enginn láti sér detta í hug að þau geti orðið þrjú,“ segir Svanborg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert