Ferðin til Peking kostaði 2,8 milljónir

Ólafur Ragnar og Dorrit skoða bindi í íslensku fánalitunum.
Ólafur Ragnar og Dorrit skoða bindi í íslensku fánalitunum. Brynjar Gauti

Heildarkostnaður vegna ferðar forsetahjóna, Ólafs Ragnars Grímssonar og Dorritar  Moussaieff, og forsetaritara, Örnólfs Thorssonar, á Ólympíuleikana í Peking í ágústmánuði var 2.777.276 krónur, samkvæmt upplýsingum frá forsetaembættinu.

Kostnaðurinn skiptist þannig að fargjöld voru kr. 1.472.220, gisting kr. 896.880 og dagpeningar forseta og forsetaritara (fyrir greiðslu skatta) kr. 408.176 en forsetafrúin, Dorrit Moussaieff, hefur aldrei þegið dagpeninga.

Hótelkostnaður í Peking var meiri en að jafnaði í ferðum forseta þar sem kínversk stjórnvöld áskildu að þjóðhöfðingjar og aðrir tignir gestir gistu á sérvöldum hótelum þar sem krafist var lágmarksgreiðslu. Sú greiðsla var miðuð við tíu daga dvöl og hana varð að greiða þótt forseti dveldi skemur í landinu, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert