Föst í vítahring ofurverðbólgu og vaxta

Alþingi kom sanan til þingfunda í dag.
Alþingi kom sanan til þingfunda í dag. mbl.is/Golli

Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, sagði á Alþingi í dag að íslenska hagkerfið væri fast í vítahring ofurverðbólgu og vaxta. Þá sagði hann, að sumri hinnar löngu biðar væri lokið og haustið í efnahagslífinu væri gengið harkalega í garð.

Steingrímur gagnrýndi Geir H. Haarde, forsætisráðherra, fyrir að halda því fram að verðbólgan „léti á sér kræla“ þegar hún væri 14,5%. Þá sagði Steingrímur, að aðgerðaleysiskenningin, sem Geir setti fram í ágúst, hefði ekki reynst mjög nytsöm í sjálfu sér og yrði væntanlega þegar frá liði, talin víti til að varast. Þá gagnrýndi Steingrímur þá yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, utanríkisráðherra, í viðtali við Viðskiptablaðið um síðustu helgi, að hér á landi væri engin kreppa og sagði það vera langt gengið.

Steingrímur sagði að það hefði vakið athygli sína í skýrslu forsætisráðherra um efnahagsmál, að hann sagði að ekki væri komin í gang gamalkunnur vítahringur víxlhækkunar og launa. Spurði Steingrímur hvort forsætisráðherra væri þá að boða, að launamenn eigi að taka alla verðbólguna á sig óbættir og laun og kaupmáttur skuli étast upp í verðbólgunni.

Hann sagði að Geir boðaði aðeins ál, ál, ál. „Hvílíkt endemis hugmyndafræðilegt gjaldþrot sem felst í slíkum hugmyndum," sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert