Maður á sjötugsaldri var handtekinn vegna rannsóknar fíkniefnafundar í Norrænu í dag og hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. september. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var um að ræða allt um tuttugu kíló af efnum, bæði hassi og örvandi efnum.
Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins.
Rannsóknin er á frumstigi, segir í tilkynningu frá lögreglunni í kvöld, og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.