Greining Glitnis: Aðgerðarleysi orðum aukið

Geir H. Haarde
Geir H. Haarde Ómar Óskarsson

Fram kemur í Morgunkorni Glitnis í dag að gagnrýni stjórnarandstöðunnar og margra annarra á aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sé orðum aukið. Umræður um efnahagsmál byrja á Alþingi í dag en þingið hefst klukkan 13:30 í dag þegar Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flytur erindi um efnahagsmál sem síðan kemur til kasta þingsins að ræða.

„Þegar litið er í baksýnisspegilinn kemur á daginn að stjórnvöld hafi vissulega brugðist við breyttum aðstæðum í hagkerfinu með ýmsum hætti undanfarna mánuði.

Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki nýtt að fullu  heimild Alþingis til lántöku upp að 500 ma.kr. til að styrkja gjaldeyrisforðann hefur forðinn verið aukin um 12% í júlímánuði með útgáfu erlendra víxla.

Þá hafa á síðustu mánuðum verið gefin út skuldabréf fyrir 75 ma.kr. Einnig hefur Seðlabankinn rýmkað reglur um veð og gengið inn í samstarf við ESB og EFTA um varnir gegn fjármálaóstöðugleika.

Loks hafa stjórnvöld einnig kynnt umfangsmiklar aðgerðir sem ætlað er að sporna gegn kólnun á íbúðamarkaði. Þegar þetta er tínt saman kemur í ljós að stjórnvöld hafa vissulega brugðist við með ýmsum hætti undanfarna mánuði.

Hinsvegar er ótímabært að leggja hendur í skaut heldur þarf að halda áfram á sömu braut á næstu mánuðum í samvinnu við sem flesta aðila atvinnulífsins og vinnumarkaðar," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka