Inflúensa af B stofni greindist í ágústlok hjá eins árs gamalli stúlku frá Hafnarfirði. Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að fullyrða að að merki að inflúensan sé snemma á ferðinni ár en venjulega líði nokkrar vikur frá því að inflúensa greinist fyrst þar til faraldur brýst út.
Sóttvarnalæknir segir allur sé þó varinn góður og rétt að hefja bólusetningar eftir að bóluefnið berst. Sá tími nálgist nú óðum, að árleg inflúensubólusetning hefjist en miðað hefur verið við októberbyrjun.
Áætlað er að bóluefnin verði komin til landsins í lok septembermánaðar og geta heilbrigðisstofnanir og aðrir þar til bærir aðilar pantað bóluefni hjá Parlogis, sem annast dreifingu þeirra.