Kannabisræktun í miðborginni

Kannabisplönturnar, sem fundust í gærkvöldi.
Kannabisplönturnar, sem fundust í gærkvöldi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í lítilli íbúð í miðborginni í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 54 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Þar var einnig að finna tæki og tól til þesskonar framleiðslu en íbúðin var undirlögð af þessari starfsemi, að sögn lögreglu.

Karlmaður um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknar málsins og hefur hann játað sök. Lögreglan segir, að efnin hafi verið ætluð til sölu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert