Líffæraflutningar endurskoðaðir

Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn verður tilkynnt að samningur Íslendinga við spítalann um líffæraflutninga verði endurskoðaður.

Sveinn Magnússon, formaður nefndar um líffæraígræðslur og skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði sjónir manna hér m.a. beinast að háskólasjúkrahúsum í Osló, Gautaborg og Stokkhólmi varðandi samvinnu um líffæraflutninga.

Sveinn sagði að búið sé að rita bréfið um endurskoðun samningsins við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn og að það verði sent fljótlega. Segja ber samningnum upp með sex mánaða fyrirvara. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert