Málflutningi í skattamáli frestað

Málflutningi í máli Ríkislögreglustjóra gegn Jóni Ólafssyni vegna meintra skattalagabrota var frestað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þar sem Hæstiréttur hefur enn ekki skorið úr um það hvort Sigurður G Guðjónsson hæstaréttarlögmaður fái að verja Jón. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.

Við þingfestingu málsins í lok júlí fór Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari fram á að Sigurður fengi ekki að verja Jón þar sem hann kynni að verða kallaður fyrir sem vitni í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert