Þingmenn fá Animal Farm

Svínin vöppuðu glaðlega í kringum fulltrúa Þjóðarhreyfingarinnar - með lýðræði, þar sem þeir kynntu gjöf sína til þingmanna landsíns í Húsdýragarðinum en þing kom saman í dag eftir sumarfrí. Þingmennirnir fá bókina Dýrabæ eða Animal Farm, eftir George Orwell með þeirri ósk að þeir breyti eftirlaunalögunum.

Svínin í Dýrabæ eða Animal farm, undir forystu Napóleons tryggðu sér ýmis forréttindi enda voru þeirra einkunnarorð að sum dýr væru jafnari en önnur. Hans Kristján Árnason segir að Þjóðarhreyfingin sé einfaldlegaað hvetja til góðra verka. Þjóðin búi í grundvallaratriðum við sömu lífeyrisréttindi, alþingismenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar eigi einfaldlega að njóta sömu réttinda og aðrir. Sú leiðrétting þoli enga bið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka