Þurfum að búa okkur undir tímabundnar fórnir

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag, að íslenska þjóðin muni vinna bug á þeim vanda sem hún stendur frammi fyrir. „En það krefst þolinmæði og þrautseigju. Þetta tekur tíma, við þurfum öll að búa okkur undir tímabundnar fórnir og minnkandi kaupmátt um hríð," sagði Geir þegar hann flutti skýrslu um stöðu efnahagsmála.

Hann sagði, að Íslendingar hefðu aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu en þeir hefðu notað uppgangstímann til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og þar með verðmætasköpunina í þjóðfélaginu.

„Lífskjör hér á landi munu batna hratt á nýjan leik þegar við erum komin í gegnum yfirstandandi erfiðleika. Sá lífskjarabati mun ekki byggjast á lánum, töfrabrögðum eða skyndilausnum, heldur aukinni framleiðslu og nýtingu mannauðs og annarra auðlinda," sagði Geir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert