Vill láta birta tölur um kostnað vegna borgarfulltrúa

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-lista, mun á fundi borgarstjórnar í dag leggja fram tillögu um að gerð verði grein fyrir heildarlaunagreiðslum, ferða- og dagpeningakostnaði, risnu- og veislukostnaði, símgreiðslum og öðrum kostnaði vegna borgarfulltrúa, varaborgarfulltrúa, helstu embættismanna borgarinnar, ásamt stjórnarmönnum, helstu embættismönnum og stjórnendum fyrirtækja í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar fyrir árin 2005, 2006, 2007 og 2008.

Einnig vill Ólafur láta birta lista yfir þá einstaklinga hjá borginni og fyrirtækjum hennar, sem hafa yfir 700 þúsund krónur í mánaðarleg heildarlaun árin 2005, 2006, 2007 og 2008.  Jafnframt verði birtar upplýsingar um áðurgreindar greiðslur árlega héðan í frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert