Vill láta kjósa á ný um Reykjavíkurflugvöll

Ólafur F. Magnússon.
Ólafur F. Magnússon. Ómar Óskarsson

Borgarfulltrúi F-listans, Ólafur F. Magnússon, mun í dag leggja fram tillögu í borgarstjórn Reykjavíkur um að efna á ný í marsmánuði 2009 til atkvæðagreiðslu meðal Reykvíkinga um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri.  Markmið atkvæðagreiðslunnar er að tryggja það að ákvörðun um framtíð flugvallarins endurspegli vilja meirihluta borgarbúa.

Í greinargerð Ólafs með tillögunni segir:

„Í kosningu meðal Reykvíkinga um flugvallarmálið árið 2001 var þátttaka aðeins 37%, þar af vildu 49% flugvöllinn á brott en 48% að hann yrði áfram í Vatnsmýrinni. Þannig byggja borgaryfirvöld í Reykjavík áætlanir um flutning Reykjavikurflugvallar á atkvæðum innan við 19% kosningabærra borgarbúa.

Tillöguflytjandi telur það óverjandi að byggja áætlanir um flutning vallarins á svo litlu hlutfalli Reykvíkinga þegar það virðist ljóst að meirihluti borgarbúa og yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er á móti flutningi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Því er lagt til að Borgarstjórn Reykjavíkur samþykki að efna á ný í marsmánuði 2009 til atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert