Fíkniefni falin í pylsudósum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sýndi í dag fíkniefnin, sem fundust í bíl í Norrænu í gær.  Um er að ræða 19,7 kíló af hassi og 1739 grömm af amfetamíni.  Hafði hluta efnanna verið komið fyrir í niðursuðudósum.

Um varð að ræða tvær þriggja lítra dósir sem innihéldu pylsur. Höfðu dósirnar verið opnaðar og pylsurnar skornar í sundur. Efnið var síðan sett í dósirnar og pylsuhelmingunum raðað ofan á það

Erlendur karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn vegna málsins og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 16. september. Að sögn lögreglu tók leit í bílnum ekki mjög langan tíma þar sem um var að ræða fólksbíl og fíkniefnin voru ekki sérlega vel falin. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert