Í fangelsi fyrir að ráðast á lögreglumann

Lögreglan yfirbugar manninn eftir að hann hafði slegið lögregluþjón á …
Lögreglan yfirbugar manninn eftir að hann hafði slegið lögregluþjón á Kirkjusandi. mbl.is/Júlíus

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann, sem réðist á lögregluþjón við Kirkjusand í Reykjavík í vor,  6 mánaða fangelsi, þar af fjóra mánuði skilorðsbundna. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Þetta gerðist í kjölfar mótmælaaðgerða vörubílstjóra á Suðurlandsvegi við Rauðavatn en lögreglan færði vörubíla mótmælenda á Kirkjusand. Átökin brutust út þegar bílstjórar sóttu bíla sína þangað daginn eftir.

Árásarmaðurinn var þó ekki einn þeirra sem áttu vörubíl þar. Hann greiddi lögreglumanninum höfuðhögg og sneri hann niður, svo hann hlaut nokkra áverka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert