Fornleifauppgröftur: Læddi leirher í fornleifaskurð

Yfirlitsmynd af Gásum.
Yfirlitsmynd af Gásum.

„Ég var í Kína og við vorum að skoða þar fleiri þúsund ára gamlar fornminjar. Þá fóru þeir að segja við mig félagarnir sem voru með mér að þetta væru nú heldur merkilegri fornleifar en þetta sem væri verið að grafa upp úti á Gásum, þar fyndust bara bein úr rollum og hundum. Ég sagði að það væri nú hægt að laga það eitthvað,“ segir Gylfi Traustason.

Hann hrekkti fyrir nokkrum árum fornleifafræðinga sem unnu við uppgröft á Gásum með því að fela kínverskar styttur á svæðinu en Gylfi er eigandi að þeim.

„Við vorum að skoða þarna leirherinn sem er frá því um 200 fyrir Krist og það var verið að selja svona minjagripi og ég keypti eina öskju með fimm svona körlum. Konan fór að spyrja hvað ég ætlaði að gera við þá og ég svaraði að henni kæmi það lítið við,“ segir Gylfi en einn kunningi hans fékk þó að vita hvað til stæði.

„Það varð allt vitlaust og hringt út um allt Þýskaland til að spyrjast fyrir um það hvernig það gæti verið að kínverskur gripur frá því 200 árum fyrir Krist fyndist á Íslandi.“

Gylfi segir þó að þegar fleiri styttur fundust hafi þetta farið að þykja grunsamlegt og einhver hafi minnst Kínaferðar hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert