Læknar lýsa yfir stuðningi við ljósmæður

Fæðinga- og kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Miðstöð mæðravernd­ar, Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins og á kvenna­deild Land­spít­al­ans lýsa yfir stuðningi við kjara­bar­áttu ljós­mæðra og mæl­ast til að samið verði við þær sem fyrst. Að öllu óbreyttu hefst verk­fall ljós­mæðra á miðnætti en ekki hef­ur verið boðað til samn­inga­fund­ar fyrr en klukk­an tíu í fyrra­málið.

„Fæðinga- og kven­sjúk­dóma­lækn­ar á Miðstöð mæðravernd­ar, Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, styðja ljós­mæður í kjara­bar­áttu sinni og hvetja til að gengið verði strax til samn­inga við þær, svo af­stýra megi lengra verk­falli og umönn­un barns­haf­andi kvenna á meðgöngu og í fæðingu kom­ist skjótt í sitt góða horf," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu.

„Fæðinga- og kven­sjúk­dóma­lækn­ar á kvenna­deild LSH lýsa yfir stuðningi við kjara­bar­áttu ljós­mæðra og mæl­ast til að samið verði við þær sem fyrst. Með því yrði hægt að binda enda á verk­fall þeirra svo unnt verði að sinna barns­haf­andi og fæðandi kon­um eins vel og verið hef­ur," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert