Lagt hald á mikið magn þýfis

Hluti þýfisins
Hluti þýfisins mbl.is/Júlíus

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur lagt hald á mikið magn af þýfi, sem stolið var úr bygg­ing­ar­vöru- og stór­versl­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þrír hafa verið hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn máls­ins. Talið er að flytja hafi átt tæk­in úr landi.

Að sögn Ómars Smára Ármanns­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins, hef­ur lög­regl­an lagt hald á fjölda raf­tækja, s.s. tölvu­búnað, bor­vél­ar og önn­ur verk­færi.

Gera má ráð fyr­ir að þýfið sé metið á millj­ón­ir kr. og að það hafi átt að flytja úr landi.

Lög­regl­an hand­tók einn þjóf­anna við iðju sína eft­ir að mynd­ir náðust af hon­um í ör­ygg­is­mynda­véla­kerfi raf­tækja­versl­un­ar í Holta­görðum. Við yf­ir­heyrsl­ur benti maður­inn á sam­verka­mann sinn, sem hef­ur verið hand­tek­inn.

Lög­regl­an fram­kvæmdi hús­leit hjá mann­in­um sem bent var á í kjöl­farið og íbúðinni fannst tals­vert magn af þýfi, eða mörg hundruð kíló af tækj­um og tól­um. Í fram­hald­inu var þriðji maður­inn hand­tek­inn í morg­un í  tengsl­um við málið. Menn­irn­ir eru all­ir af er­lendu bergi brotn­ir.

Rann­sókn máls­ins stend­ur enn yfir, en það er talið tengj­ast öðru máli sem lög­regl­an rann­sak­ar.

Borvélar og ýmis verkfæri eru á meðal þess sem fannst …
Bor­vél­ar og ýmis verk­færi eru á meðal þess sem fannst við hús­leit­ina. mbl.is/​Júlí­us
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka