Lagt hald á mikið magn þýfis

Hluti þýfisins
Hluti þýfisins mbl.is/Júlíus

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á mikið magn af þýfi, sem stolið var úr byggingarvöru- og stórverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Þrír hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Talið er að flytja hafi átt tækin úr landi.

Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, hefur lögreglan lagt hald á fjölda raftækja, s.s. tölvubúnað, borvélar og önnur verkfæri.

Gera má ráð fyrir að þýfið sé metið á milljónir kr. og að það hafi átt að flytja úr landi.

Lögreglan handtók einn þjófanna við iðju sína eftir að myndir náðust af honum í öryggismyndavélakerfi raftækjaverslunar í Holtagörðum. Við yfirheyrslur benti maðurinn á samverkamann sinn, sem hefur verið handtekinn.

Lögreglan framkvæmdi húsleit hjá manninum sem bent var á í kjölfarið og íbúðinni fannst talsvert magn af þýfi, eða mörg hundruð kíló af tækjum og tólum. Í framhaldinu var þriðji maðurinn handtekinn í morgun í  tengslum við málið. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir.

Rannsókn málsins stendur enn yfir, en það er talið tengjast öðru máli sem lögreglan rannsakar.

Borvélar og ýmis verkfæri eru á meðal þess sem fannst …
Borvélar og ýmis verkfæri eru á meðal þess sem fannst við húsleitina. mbl.is/Júlíus
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert