Leit að fíkniefnum stendur enn yfir

Norræna í Seyðisfjarðarhöfn.
Norræna í Seyðisfjarðarhöfn. Morgunblaðið/Einar Bragi

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn á fíkniefnafundi í bifreið sextugs manns sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær sé á frumstigi og enn sé verið að leita í bílnum.

„Það er ekkert hægt að segja til um það á þessu stigi málsins," sagði Guðbrandur Hansson lögreglufulltrúi hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í samtali við mbl.is er hann var inntur eftir því hvort tengsl væru á milli þessa máls og svipuðu tilfelli sem upp kom um miðjan maí.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði segir: „Við tollafgreiðslu Norrænu í dag fannst talsvert magn fíkniefna í bifreið sem kom með ferjunni.  Að verkefninu komu auk tollgæslu- og lögreglumanna embættisins á Seyðisfirði, starfsmenn tollgæslunnar í Reykjavík og á Eskifirði.

Notaðir voru fíkniefnahundar frá embættinu og tollstjóranum í Reykjavík. Fíkniefnahundur embættisins sannaði ágæti sitt.  Málið er afrakstur samstarfs tollgæslunnar á Íslandi og í Færeyjum. Málið hefur verið afhent fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert