Losunarheimildir vegna flugs: Sérstaða Íslands liggur í legu landsins

Kom­in er út loka­skýrsla um los­un­ar­heim­ild­ir á kolt­ví­sýr­ingi í flugi sem stýri­hóp­ur sam­gönguráðherra um málið hef­ur sent frá sér. Seg­ir meðal ann­ars í niður­stöðunum að ís­lensk stjórn­völd þurfi að fylgj­ast með mál­inu inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins og koma ís­lenskri sér­stöðu á fram­færi þar.

Mark­miðið með setn­ingu kvóta á los­un kolt­ví­sýr­ings í flugi er einkum að draga úr los­un hans en einnig að flug­um­ferð á eins til tveggja klukku­stunda leiðum fær­ist yfir á aðrar og um­hverf­i­s­vænni sam­göngu­grein­ar svo sem lest­ir og áætl­un­ar­bíla, að því er seg­ir í skýr­ls­unni.

Í ábend­ing­um stýri­hóps­ins til stjórn­valda seg­ir meðal ann­ars að það sé stefna ís­lenskra stjórn­valda að Ísland leggi sitt að mörk­um til þess að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, en hóp­ur­inn bend­ir á að þátt­taka flugs í viðskipta­kerf­inu að öðru óbreyttu geti raskað sam­keppn­is­stöðu Íslands og þrengt rekstr­ar­svig­rúm ís­lenskra flugrek­enda sam­an­borið við aðra í Evr­ópu.

Með fullri þátt­töku verði fram­lag Íslands til sam­drátt­ar í los­un gróður­húsaloft­teg­unda hlut­falls­lega meira en ann­rra ríkja. Ástæðan sé fyrst og fremst sérstaða Íslands vegna legu lands­ins og vegna mik­ill­ar hlut­deild­ar flug­starf­sem­inn­ar í þjóðarfram­leiðslu lands­manna.

Síðan seg­ir stýri­hóp­ur­inn:

,,Erfitt er að gera beina til­lögu um breyt­ing­ar á kerf­inu eins og það ligg­ur nú fyr­ir til að tryggja jöfn­un aðstöðu öðru vísi en að fara fram á tak­markaðar und­anþágur frá þátt­töku í kerf­inu eða rýmri los­un­ar­heim­ild­ir fyr­ir Ísland um­fram aðra. Eðli­legt er að reynt verði að ná fram niður­stöðu sem taki mið af því að fram­lag Íslands verði sann­gjarnt á við aðrar þjóðir Evr­ópu og sé í sam­ræmi við sér­stak­ar aðstæður í flug­starf­semi á Íslandi.”

Skýrsl­an í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert