Mikill hvellur vegna sprengingar

Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð til um hálftíu í gærkvöldi vegna tilkynningar um mikla sprengingu, svartan reyk og eldglæringar við Úlfarsfell. Er komið var á staðinn reyndust starfsmenn Borgarvirkis hafa verið að sprengja fyrir grunni við Bauhaus.

Slökkviliðið sagði að hvellurinn hefði verið óvenju mikill og hefði heyrst um allt Grafarvogssvæðið. Spurning væri hvort mottur sem lagðar eru ofan á sprengistað hafi færst til en sömuleiðis ber að taka tillit til þess að blíðviðri var í gærkvöldi, með mikilli stillu.

Vettvangsrannsókn lögreglu leiddi í ljós að allt var í góðu lagi á staðnum og vel frá hlutunum gengið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka