Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Friðrik Tryggvason

„Ég þekki það af eigin raun að borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fylgir hvorki sannfæringu sinni í þessu máli eða stendur yfirleitt við orð sín. Það er ekkert að marka orð þín, borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, og ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða dúsu þú færð að launum fyrir hlýðni þína við flokkinn og einstaka sviksemi við mig,“ sagði Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, í umræðum um tillögu sína um atkvæðagreiðslu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins í Reykjavík.

Vilhjálmur svaraði fyrir sig, sagði ummæli Ólafs dæma sig sjálf og bætti við að hann ætlaði ekki að hreyta fúkyrðum í hann á móti. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kom jafnframt í pontu og sagðist ekki ætla að fara niður á plan Ólafs og sagðist neita að svara ómaklegum spurningum hans um menn og málefni.

Hanna Birna lagði hins vegar til frávísunartillögu sem samþykkt var með öllum atkvæðum borgarfulltrúa – utan Ólafs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert