Símar voru ekki hleraðir

Mótmælendabúðir í Lindum
Mótmælendabúðir í Lindum

Lögregla hleraði ekki síma eða skoðaði tölvupóst mótmælenda við Kárahnjúkavirkjun og aðrar stóriðjuframkvæmdir. Þetta segir í nýrri skýrslu dómsmálaráðherra um aðgerðir gegn mótmælendum sem dvöldu á Kárahnjúkasvæðinu og í námunda við álverið á Reyðarfirði sumarlangt árin 2005-2007.

Þingflokkur Vinstri grænna óskaði eftir skýrslunni en fram kemur að nítján mál séu skráð þar sem lögregla beitti einhvers konar þvingunarúrræðum. Ríflega hundrað mótmælendur voru handteknir en í sumum tilvikum voru einstaklingar handteknir oftar en einu sinni. 83 fengu stöðu sakbornings og af þeim voru meira en 80% útlendingar. Rúmur helmingur þeirra var ákærður og af þeim málum sem er þegar lokið hafa þrír verið sýknaðir en 34 sakfelldir. Sektir voru á bilinu 50-200 þúsund krónur og að auki voru átta mótmælendur dæmdir í skilorðsbundið fangelsi.

Uppi hafa verið ásakanir um að lögregla hafi reynt að koma í veg fyrir að matarbirgðum væri komið í tjaldbúðir mótmælenda við Kárahnjúka. Í skýrslunni segir að samkvæmt skráðum gögnum frá lögreglustjórum hafi engin slík tilraun verið gerð af hálfu lögreglu
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert