Enn stál í stál í viðræðum

Sáttafundi samninganefnda Ljósmæðrafélags Íslands og fjármálaráðuneytisins var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan 15:30 í dag. Nýr sáttafundur hefur ekki verið boðaður í deilunni fyrr en 9. september. Guðlaug Einarssdóttir, formaður Ljósmæðrafélagsins, segir stöðuna enn verið stál í stál.

Tveggja sólarhrigna verkfall ljósmæðra hófst á miðnætti í nótt. Annað tveggja sólarhringa verkfall hefur verið boðað 11. og 12. september hafi ekki samist fyrir þann tíma. 

Hvar er karlinn Árni M. Mathiesen? sagði Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokks þegar verkfall ljósmæðra kom til umræðu í upphafi þingfundar á Alþingi í dag og Ásta Möller þingmaður Sjálfstæðisflokks hafði lýst yfir stuðningi við kröfur ljósmæðra.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir hinsvegar ekki hægt að leiðrétta allt innbyggt óréttlæti á einu bretti og vísar til þess að ríkisstjórnin ætli að koma fram með tillögur um hvernig beri að afnema kynbundinn launamun í áföngum.

Fundur ljósmæðra og samninganefndar ríkisins hófst í morgun klukkan 10 en honum lauk eins og áður sagði nú síðdegis. Þar var rætt um hugmynd sem ljósmæður settu fram í morgun.  Verkfallið hefur nú staðið í tæpar 16 klukkustundir. Fjöldi ljósmæðra og barnshafandi kvenna sýndi ljósmæðrum stuðning þegar sáttafundur hófst í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka