Birt án samþykkis ráðuneytis

For­sæt­is­ráðuneytið harm­ar að Breiðuvík­ur­sam­tök­in skuli hafa valið þá leið að kynna fyr­ir­liggj­andi drög að frum­varpi, sem er á þessu stigi vinnu­skjal í ráðuneyt­inu, op­in­ber­lega í fjöl­miðlum án þess að leita samþykk­is eða sam­ráðs um slíkt.

Vegna um­fjöll­un­ar í fjöl­miðlum um hugs­an­leg­ar bæt­ur til fyrr­ver­andi vist­manna á Breiðavík­ur­heim­il­inu vill for­sæt­is­ráðuneytið taka eft­ir­far­andi fram:

„Sér­stök nefnd, sem stofnað var til sam­kvæmt lög­um nr. 26/​2007, skilaði skýrslu um starf­semi Breiðavík­ur­heim­il­is­ins 1952 -79 á síðasta vetri. Í fram­haldi af því ákvað rík­is­stjórn­in, þrátt fyr­ir að eng­in laga­skylda standi til þess, að fela Viðari Má Matth­ías­syni pró­fess­or, sem er einn helsti sér­fræðing­ur hér á landi á sviði skaðabóta­rétt­ar, að semja frum­varp um svo­kallaðar sann­girn­is­bæt­ur vegna mis­gjörða við vist­un á op­in­ber­um stofn­un­um eins og Breiðavík­ur­heim­il­inu.

Í frum­varps­drög­un­um er í sam­ræmi við þau sjón­ar­mið sem for­sæt­is­ráðherra kynnti á Alþingi 31. mars 2008 leit­ast við að setja fram regl­ur sem tryggi að þeir, sem orðið hafa fyr­ir var­an­legu tjóni vegna vist­un­ar á stofn­un­um er falla und­ir l. nr. 26/​2007, hljóti sann­gjarn­ar bæt­ur í sam­ræmi við bóta­fjár­hæðir á öðrum skyld­um sviðum ís­lensks rétt­ar og réttar­fram­kvæmd­ar. Drög að þessu frum­varpi hafa verið til meðferðar í for­sæt­is­ráðuneyt­inu frá því á sl. vori, en hafa ekki verið lögð fyr­ir rík­is­stjórn né þing­flokka henn­ar og þaraf­leiðandi ekki held­ur fyr­ir Alþingi.

Að ósk for­svars­manna Breiðavík­ur­sam­tak­anna voru þeim og lög­manni þeirra kynnt þessi drög í trúnaði 11. ág­úst sl. At­huga­semd­ir Breiðavík­ur­sam­tak­anna bár­ust ráðuneyt­inu fyr­ir nokkru og er verið er að fara yfir þær en ljóst er að hug­mynd­ir þeirra um bóta­fjár­hæðir eru fjarri því sem frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir.

For­sæt­is­ráðuneytið harm­ar að Breiðuvík­ur­sam­tök­in skuli hafa valið þá leið að kynna fyr­ir­liggj­andi drög að frum­varpi, sem er á þessu stigi vinnu­skjal í ráðuneyt­inu, op­in­ber­lega í fjöl­miðlum án þess að leita samþykk­is eða sam­ráðs um slíkt," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka