Eitt barn fæddist í verkfallinu í nótt

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Eitt barn fæddist á Landspítalanum í nótt eftir að verkfall skall á og gekk fæðingin vel fyrir sig. Fjórar konur eru á fæðingardeildinni núna og von á einhverjum til viðbótar í dag. Að jafnaði fæðast átta börn á dag á spítalanum.

Rannveig Rúnarsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennasviði, sagði að konur sem fæddu á spítalanum á meðan að á verkfalli stæði fengju alla þá ljósmóðurþjónustu sem þær þyrftu.  Hins vegar væri skert þjónusta hvað sængurlegu varðaði.

„Hreiðrið er ekki lengur í boði. Þá eru konur útskrifaðar af sængurkvennagangi svo hratt sem mögulegt er svo þær konur sem þurfa mest á sængurlegu að halda komist að,” sagði Rannveig.

Hreiðrið svokallaða er fæðingar- og skammtíma sængurlegudeild á kvennasviði LSH. Konur í eðlilegu fæðingarferli hafa getað fætt og dvalið í Hreiðrinu ásamt maka sínum eða öðrum stuðningsaðila.

Rauða línan

Rauða línan, stuðningsnúmer verðandi mæðra og aðstandenda þeirra, er rekin af Ljósmæðrafélagi Íslands. Þar fást upplýsingar um hvert verðandi mæður geta leitað og fengið þjónustu á meðan verkfallsaðgerðir ljósmæðra standa yfir.

Númerið er opið allan sólarhringinn þá daga sem barneignarþjónusta í landinu skerðist vegna verkfalla. 

Símanúmerið er: 571 0000

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert