Hringvegurinn færður norðar frá Selfossi

Lögregla að störfum á Ölfusárbrú á Selfossi
Lögregla að störfum á Ölfusárbrú á Selfossi mbl.is/Guðmundur Karl

Vegagerðin hefur kynnt  sveitarstjórnum nýjar hugmyndir um legu hringvegar og brúarstæðis norðan við Selfoss. Hugmyndirnar gera ráð fyrir að vegurinn færist norðar frá Selfossi og að brúarstæðið verði við gamla ferjustæðið, þar sem háspennulínur liggja nú. Breytingarnar eru meðal annars til komnar vegna jarðfræðilegra aðstæðna, að því er segir í frétt Suðurgluggans.

Svanur Bjarnason, svæðisstjóri Suðurumdæmis, segir í samtali við Suðurgluggann, að jarðskjálftarnir í maí hafi styrkt Vegagerðina í þeirri trú að neðra brúarstæðið sé mun óhagkvæmara með tilliti til jarðfræðiskilyrða.

Framkvæmdir við nýja brú og færslu vegarins eru hluti af þeim framkvæmdum sem ráðist verður í þegar þjóðvegurinn á milli Hveragerðis og Selfoss verður tvöfaldaður.

Samkvæmt upplýsingum frá Svani er verið að vinna að skipulagsvinnu í samráði við viðeigandi sveitarfélög og segir hann ekki ólíklegt að reikna með að sú vinna taki ásamt umhverfismati 1-2 ár til viðbótar, en skylt er að láta tvöföldun vega fara í umhverfismat.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert