Innheimta almennra veltuskatta fyrstu sjö mánuði ársins jókst um 2,8% að nafnvirði frá sama tíma árið áður en dróst hins vegar saman um 5,3% að raunvirði ef miðað er við hækkun vísitölu neysluverðs. Þegar horft er á 6 mánaða hlaupandi meðaltal nemur raunlækkun
Fram kemur í yfirliti frá fjármálaráðuneytinu, að virðisaukaskattur sé stærsti hluti veltuskattanna og skilaði hann ríkissjóði tæplega 80 milljörðum króna á tímabilinu sem er 4,2% aukning að nafnvirði frá fyrstu sjö mánuðum ársins 2007 en 4% raunlækkun.
Fjármálaráðuneytið segir, að innheimta almennra veltuskatta gefi ágæta mynd af þróun innlendrar eftirspurnar.
Í heild hafa tekjur ríkisins hækkað um 11 milljarða, það sem af er árinu samanborið við síðasta ár, og nema 264 milljörðum króna. Gjöldin hafa aukist um 34 milljarða milli ára og nema 237,1 milljarði. Útkoman er engu að síður 15,4 milljörðum hagstæðari en gert var ráð fyrir.